Fordómar af gáleysi Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. apríl 2023 11:01 Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun