Fordómar af gáleysi Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. apríl 2023 11:01 Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun