Skoðun

Lög­varinn réttur og við­varandi of­beldi

Aníta Runólfsdóttir skrifar

Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr.

Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni.

Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn.

Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis.

Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu.

Höfundur er félagsráðgjafanemi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×