Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 12:00 Nick Carter hefur verið kærður fyrir nauðgun. Getty/Desiree Navarro Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt. Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt.
Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira