Telur Óðin Þór vera meðal tíu bestu í heimi í sinni stöðu og geta náð enn lengra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2023 22:34 Óðinn Þór Ríkharðsson getur náð eins langt og hann vill að mati Aðalsteins. Samsett/Kadetten Óðinn Þór Ríkharðsson fór fyrir Kadetten Schaffhausen sem vann magnaðan sigur á Füchse Berlín í Evrópudeild karla í handbolta í gær. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari liðsins, segir Óðinn Þór vera á meðal þeirra tíu bestu í heimi í sinni stöðu. Kadetten vann þriggja marka sigur á Refunum frá Berlín sem var síst of stór. Aðalsteinn segir þetta vera með stærri sigra í sögu liðsins. „Sennilega eitt af stærstu úrslitunum síðastliðin 10-15 ár. Áttu gott run í kringum aldamót eða 2005-06 þegar þeir komust í undanúrslit í gömlu Evrópukeppninni. Markmiðið, þegar ég kom hingað, var að nálgast toppinn í Evrópukeppninni,“ sagði Aðalsteinn. Óðinn Þór klikkaði á sínu fyrsta skoti í leiknum en skoraði úr næstu 15 og var langmarkahæsti leikmaður vallarins. „Ég horfði á leikinn aftur og hann var eiginlega betri í sjónvarpinu en á vellinum. Þetta er eins og mánudagur, þegar hann deliverar svona. Klikkaði á fyrsta skotinu og maður var strax svekktur út í hann. Hvernig datt honum í hug að klikka,“ sagði þjálfarinn kíminn. Aðalsteinn segir Óðinn Þór frábæran leikmann sem geti náð eins langt og hann vill. „Hann er í topp tíu í sinni stöðu í heiminum. Vissulega er alltaf hægt að bæta eitthvað og finna hárið í súpunni ef maður er að leita að því. Hans kostir og hugarfar á vellinum eru frábær. Meiriháttar að vinna með honum. Frábær leikmaður, frábær einstaklingur og frábær karakter.“ „Honum standa allar dyr opnar í framtíðinni. Held það sé ekkert þak á hans frammistöðu og því sem hann getur náð.“ Það var kómískt atvik eftir leik þegar markvörður Kadetten var valinn maður leiksins. Sá vildi ekki sjá verðlaunin og afhenti þau Óðni Þór. „Honum finnst nú gaman að láta hrósa sér líka. Frábær markmaður og frábær náungi. Hann vill að Óðinn framlengi hjá Kadetten, held það sé þess vegna sem hann sé að reyna strjúka honum eins og hann getur í von um að halda Óðni hér áfram,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Kadetten vann þriggja marka sigur á Refunum frá Berlín sem var síst of stór. Aðalsteinn segir þetta vera með stærri sigra í sögu liðsins. „Sennilega eitt af stærstu úrslitunum síðastliðin 10-15 ár. Áttu gott run í kringum aldamót eða 2005-06 þegar þeir komust í undanúrslit í gömlu Evrópukeppninni. Markmiðið, þegar ég kom hingað, var að nálgast toppinn í Evrópukeppninni,“ sagði Aðalsteinn. Óðinn Þór klikkaði á sínu fyrsta skoti í leiknum en skoraði úr næstu 15 og var langmarkahæsti leikmaður vallarins. „Ég horfði á leikinn aftur og hann var eiginlega betri í sjónvarpinu en á vellinum. Þetta er eins og mánudagur, þegar hann deliverar svona. Klikkaði á fyrsta skotinu og maður var strax svekktur út í hann. Hvernig datt honum í hug að klikka,“ sagði þjálfarinn kíminn. Aðalsteinn segir Óðinn Þór frábæran leikmann sem geti náð eins langt og hann vill. „Hann er í topp tíu í sinni stöðu í heiminum. Vissulega er alltaf hægt að bæta eitthvað og finna hárið í súpunni ef maður er að leita að því. Hans kostir og hugarfar á vellinum eru frábær. Meiriháttar að vinna með honum. Frábær leikmaður, frábær einstaklingur og frábær karakter.“ „Honum standa allar dyr opnar í framtíðinni. Held það sé ekkert þak á hans frammistöðu og því sem hann getur náð.“ Það var kómískt atvik eftir leik þegar markvörður Kadetten var valinn maður leiksins. Sá vildi ekki sjá verðlaunin og afhenti þau Óðni Þór. „Honum finnst nú gaman að láta hrósa sér líka. Frábær markmaður og frábær náungi. Hann vill að Óðinn framlengi hjá Kadetten, held það sé þess vegna sem hann sé að reyna strjúka honum eins og hann getur í von um að halda Óðni hér áfram,“ sagði Aðalsteinn að endingu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira