Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 09:00 Diar, dóttir DeMar DeRozan, vakti mikla athygli með öskrum sínum þegar leikmenn Toronto Raptors reyndu að setja niður vítaskot. Skjáskot/ESPN Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira