Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:31 Leikkonan Jennifer Coolidge var valin ein af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu Time. getty/Frazer Harrison Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00