Njótum íslenska vorsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða Ingrid Kuhlman skrifar 20. apríl 2023 07:02 Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun