Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 22:00 Mál félagsfræðiprófessorsins Hassans Diab hefur vakið mikla athygli. Youtube/Skjáskot Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014. Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014.
Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira