Tjáningarfrelsið og málefni trans barna og ungmenna Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. apríl 2023 10:00 Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun