Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:53 Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju Vínbúðarinnar. Skjáskot Stöð 2 Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. „55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“ Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“
Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35