Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 09:53 Keith Alexander stýrði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) frá 2005 til 2014. Síðan þá hefur hann auðgast á ráðgjafarstörfum fyrir erlend ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira