„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 16:02 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Hann segir að félagið muni skila rekstrarhagnaði á þessu ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. Ársfjórðungsuppgjör Play var kynnt í dag. Um er að ræða erfiðasta ársfjórðunginn fyrir flugfélög en þá er miklu púðri eytt í markaðssetningu fyrir sumarið og minna um ferðir. Þó flutti Play 212 þúsund farþega með sætanýtingu upp á 78,4 prósent. Er það fjórföldun frá sama ársfjórðungi í fyrra. Á sama tíma tæplega fjórfölduðust tekjur þrátt fyrir að félagið hafi tapað tæplega milljarði meira en fyrir ári síðan. Tapið nam 17,2 milljónum dollara, 2,3 milljörðum króna. Þungur ársfjórðungur almennt Að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra Play, snerist ársfjórðungurinn að miklu leyti um að markaðssetja og undirbúa sumarið. Búið er að ráða inn rúmlega tvö hundruð nýja starfsmenn og er gert ráð fyrir tveimur flugvélum til viðbótar í flota félagsins í sumar. „Þessi sölukúrva virkar þannig að markaðs- og sölustarfið er núna en tekjurnar eru síðan bókaðar þegar vélarnar fljúga í sumar. Við erum að auglýsa okkur um allan heim núna og keyra markaðsstarfið þannig fyrsti ársfjórðungur hjá flugfélögum almennt er dálítið þungur í kostnaði og léttur í tekjum en svo snýst það við í sumar. Þá bókast tekjurnar, en þú ert búinn að eyða markaðsfénu. Kostnaðurinn er búinn að eiga sér stað,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Play notar samfélagsmiðla mikið í markaðssetningu, sem og leitarvélar. Félagið eyðir pening og tíma í að sjá til þess að flugferðir hjá Play komi upp hjá fólki erlendis þegar það fer að skoða ferðir víðs vegar um heiminn. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa skilað tapi á þessum ársfjórðungi styrktist lausafjárstaða félagsins og stendur nú í 37,6 milljónum dollara, tæplega 5,1 milljarði króna. Vill hann meina að það sé vísbending um að gott sumar sé fram undan fyrir félagið. „Ein áhugaverð tölfræði er að við erum að tuttugufalda veltuna okkar á tveimur árum. Þannig allar tölur eru smá á sterum þessa dagana. Maður upplifir það í samfélaginu að fólk áttar sig ekki á því hvað félagið er að verða stórt á þessu ári og hvað þetta er að snúast hratt. Við erum að setja fram að við sjáum fram á að velta 40 milljörðum á þessu ári. Fyrir félag sem ekki er orðið tveggja ára, það eru alveg tíðindi. Með 550 manns í vinnu. Þetta er að verða þjóðhagslega svolítið mikilvægt fyrirtæki, svona í samhengi við efnahagslífið,“ segir Birgir. Sjoppan loksins opin Sölur á hliðartekjum hafa aukist um 25 prósent síðan Play hóf að bjóða upp á ólíka pakka við kaup á flugmiðum. Til dæmis er hægt að kaupa pakka með tösku, sætavali og fleira. „Ástæðan fyrir því að okkur gekk ekki alveg nógu vel á síðasta ári var að við náðum ekki að auka hliðartekjur. Það voru bæði Covid-ástæður og ýmsar tækniástæður fyrir því. En nú erum við komin með fullt af þessum vörum í sölu. Þyngri töskur svo þessa pakka. Þú kemur inn í bókunavélina okkar og við bjóðum þér upp á í einum pakka að kaupa tösku, velja sæti og svona. Gott fargjald í einum pakka,“ segir Birgir. Þrjátíu prósent Íslendinga sem ferðuðust til útlanda á síðasta ársfjórðungi flugu með Play að sögn Birgis. Vísir/Vilhelm Hann líkir rekstrinum við rekstur bíós. Bæði rekstrarmódel ná ekki í tekjur af sætasölum, heldur er það poppið og kókið sem keyrir tekjurnar áfram. „Það er hægt að líkja þessu við að við vorum að reka bíó í fyrra en sjoppan var ekki opin í hlé. Núna er sjoppan opin,“ segir Birgir. Í vélum Play er ekki boðið upp á afþreyingakerfi líkt og hjá sumum flugfélögum, til dæmis Icelandair. Birgir segir þau kerfi á leið í að verða barn síns tíma. Fólk sé í meira mæli að mæta með spjaldtölvur og síma, fulla af afþreyingaefni sem búið er að niðurhala. „En við erum sífellt með alls konar nýjungar til sölu um borð, í sérsölu og veitingum. Við munum koma með allskonar tækninýjungar síðar á árinu sem verða áhugaverðar. Við reynum að hafa hlutina frekar einfalda. Þetta er vissulega að ná að keyra tekjurnar, það er salan um borð. Bar það að áhöfnin okkar er ótrúlega flott í því að selja og þjónusta. Dugleg að keyra vagninn fram og til baka, búa til stemningu. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Birgir. Skíthræddur við að vaxa of hratt Aðspurður hvort hann sé hræddur um að félagið sé að vaxa of hratt segist Birgir vera skíthræddur um það. Til að sjá til þess að það gerist ekki er félagið með gífurlega lágan kostnaðarfót og halda starfsmenn sig við hann eins og möntru. „Aftur á móti í þessum rekstri, þá þurfum við ákveðinn skala. Skalinn er í kringum átta til tíu flugvélar. Við erum með tíu vélar frá miðju þessu ári. Þá erum við farin að nota fasta kostnaðinn vs tekjuöflunarmöguleikana í réttu hlutfalli. Ég er ekki viss um að við vöxum jafn hratt í framtíðinni og við vöxum núna. Þú þarft samt einhvern veginn að koma þér upp á þann stall að þetta sé í réttum hlutföllum. Rekstur flugfélaga er mjög umfangsmikill. Miklar kröfur, mannfrekur og alls konar,“ segir Birgir. Hann er afar þakklátur fyrir kraftmikið starfslið Play og segir að án þeirra væri ekkert sem flugfélagið hefur áorkað mögulegt. „Þeirra mikla og góða vinna og áhersla á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á framúrskarandi þjónustu hefur skipt sköpum fyrir vöxt félagsins. Við erum sannfærð um getu félagsins til að skila glæsilegum árangri og erum spennt að halda áfram þessu góða flugi – og gefa enn frekar í,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Ársfjórðungsuppgjör Play var kynnt í dag. Um er að ræða erfiðasta ársfjórðunginn fyrir flugfélög en þá er miklu púðri eytt í markaðssetningu fyrir sumarið og minna um ferðir. Þó flutti Play 212 þúsund farþega með sætanýtingu upp á 78,4 prósent. Er það fjórföldun frá sama ársfjórðungi í fyrra. Á sama tíma tæplega fjórfölduðust tekjur þrátt fyrir að félagið hafi tapað tæplega milljarði meira en fyrir ári síðan. Tapið nam 17,2 milljónum dollara, 2,3 milljörðum króna. Þungur ársfjórðungur almennt Að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra Play, snerist ársfjórðungurinn að miklu leyti um að markaðssetja og undirbúa sumarið. Búið er að ráða inn rúmlega tvö hundruð nýja starfsmenn og er gert ráð fyrir tveimur flugvélum til viðbótar í flota félagsins í sumar. „Þessi sölukúrva virkar þannig að markaðs- og sölustarfið er núna en tekjurnar eru síðan bókaðar þegar vélarnar fljúga í sumar. Við erum að auglýsa okkur um allan heim núna og keyra markaðsstarfið þannig fyrsti ársfjórðungur hjá flugfélögum almennt er dálítið þungur í kostnaði og léttur í tekjum en svo snýst það við í sumar. Þá bókast tekjurnar, en þú ert búinn að eyða markaðsfénu. Kostnaðurinn er búinn að eiga sér stað,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Play notar samfélagsmiðla mikið í markaðssetningu, sem og leitarvélar. Félagið eyðir pening og tíma í að sjá til þess að flugferðir hjá Play komi upp hjá fólki erlendis þegar það fer að skoða ferðir víðs vegar um heiminn. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa skilað tapi á þessum ársfjórðungi styrktist lausafjárstaða félagsins og stendur nú í 37,6 milljónum dollara, tæplega 5,1 milljarði króna. Vill hann meina að það sé vísbending um að gott sumar sé fram undan fyrir félagið. „Ein áhugaverð tölfræði er að við erum að tuttugufalda veltuna okkar á tveimur árum. Þannig allar tölur eru smá á sterum þessa dagana. Maður upplifir það í samfélaginu að fólk áttar sig ekki á því hvað félagið er að verða stórt á þessu ári og hvað þetta er að snúast hratt. Við erum að setja fram að við sjáum fram á að velta 40 milljörðum á þessu ári. Fyrir félag sem ekki er orðið tveggja ára, það eru alveg tíðindi. Með 550 manns í vinnu. Þetta er að verða þjóðhagslega svolítið mikilvægt fyrirtæki, svona í samhengi við efnahagslífið,“ segir Birgir. Sjoppan loksins opin Sölur á hliðartekjum hafa aukist um 25 prósent síðan Play hóf að bjóða upp á ólíka pakka við kaup á flugmiðum. Til dæmis er hægt að kaupa pakka með tösku, sætavali og fleira. „Ástæðan fyrir því að okkur gekk ekki alveg nógu vel á síðasta ári var að við náðum ekki að auka hliðartekjur. Það voru bæði Covid-ástæður og ýmsar tækniástæður fyrir því. En nú erum við komin með fullt af þessum vörum í sölu. Þyngri töskur svo þessa pakka. Þú kemur inn í bókunavélina okkar og við bjóðum þér upp á í einum pakka að kaupa tösku, velja sæti og svona. Gott fargjald í einum pakka,“ segir Birgir. Þrjátíu prósent Íslendinga sem ferðuðust til útlanda á síðasta ársfjórðungi flugu með Play að sögn Birgis. Vísir/Vilhelm Hann líkir rekstrinum við rekstur bíós. Bæði rekstrarmódel ná ekki í tekjur af sætasölum, heldur er það poppið og kókið sem keyrir tekjurnar áfram. „Það er hægt að líkja þessu við að við vorum að reka bíó í fyrra en sjoppan var ekki opin í hlé. Núna er sjoppan opin,“ segir Birgir. Í vélum Play er ekki boðið upp á afþreyingakerfi líkt og hjá sumum flugfélögum, til dæmis Icelandair. Birgir segir þau kerfi á leið í að verða barn síns tíma. Fólk sé í meira mæli að mæta með spjaldtölvur og síma, fulla af afþreyingaefni sem búið er að niðurhala. „En við erum sífellt með alls konar nýjungar til sölu um borð, í sérsölu og veitingum. Við munum koma með allskonar tækninýjungar síðar á árinu sem verða áhugaverðar. Við reynum að hafa hlutina frekar einfalda. Þetta er vissulega að ná að keyra tekjurnar, það er salan um borð. Bar það að áhöfnin okkar er ótrúlega flott í því að selja og þjónusta. Dugleg að keyra vagninn fram og til baka, búa til stemningu. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Birgir. Skíthræddur við að vaxa of hratt Aðspurður hvort hann sé hræddur um að félagið sé að vaxa of hratt segist Birgir vera skíthræddur um það. Til að sjá til þess að það gerist ekki er félagið með gífurlega lágan kostnaðarfót og halda starfsmenn sig við hann eins og möntru. „Aftur á móti í þessum rekstri, þá þurfum við ákveðinn skala. Skalinn er í kringum átta til tíu flugvélar. Við erum með tíu vélar frá miðju þessu ári. Þá erum við farin að nota fasta kostnaðinn vs tekjuöflunarmöguleikana í réttu hlutfalli. Ég er ekki viss um að við vöxum jafn hratt í framtíðinni og við vöxum núna. Þú þarft samt einhvern veginn að koma þér upp á þann stall að þetta sé í réttum hlutföllum. Rekstur flugfélaga er mjög umfangsmikill. Miklar kröfur, mannfrekur og alls konar,“ segir Birgir. Hann er afar þakklátur fyrir kraftmikið starfslið Play og segir að án þeirra væri ekkert sem flugfélagið hefur áorkað mögulegt. „Þeirra mikla og góða vinna og áhersla á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á framúrskarandi þjónustu hefur skipt sköpum fyrir vöxt félagsins. Við erum sannfærð um getu félagsins til að skila glæsilegum árangri og erum spennt að halda áfram þessu góða flugi – og gefa enn frekar í,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira