Hollywood muni laðast að Gufunesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 16:09 Teikningar af kvikmyndaverunum í Gufunesi. +Arkitektar Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar
Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30