Sjáðu mörkin: Sveindís Jane og Wolfsburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 19:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Clive Rose/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 3-2 sigur á Arsenal í leik sem þurfti að framlengja. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 118. mínútu leiksins. Eftir 2-2 jafntefli í Þýskalandi var ljóst að spennustigið í leik kvöldsins var mjög hátt. Þá var uppselt á Emirates-leikvanginn í Lundúnum. Alls mættu 60 þúsund manns á leik kvöldsins og ljóst að gríðarlega mikið hefur breyst á aðeins tíu árum. 10 years ago when Arsenal hosted Wolfsburg in the UWCL semifinals, there were 1,406 fans in attendance. Today it's a sellout at the Emirates pic.twitter.com/5viwNxp0VR— B/R Football (@brfootball) May 1, 2023 Strax í upphafi leiks virtist sem Wolfsburg væri að fara fá vítaspyrnu en eftir að boltinn fór hendina á leikmanni Arsenal innan vítateigs. Á endanum var ekkert dæmt. Það nýtti heimaliðið sér en Stina Blackstenius kom Arsenal yfir eftir skelfilegan varnarleik gestanna þegar rúmar tíu mínútnur voru liðnar af leiknum. Arsenal breytti vörn í sókn á örskotstundu en það verður að setja spurningamerki við varnarleik Wolfsburg. STINA BLACKSTENIUS GIVES ARSENAL THE LEAD #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/62ccOJzdtS— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Lengi vel virtist sem þetta yrði eina mark fyrri hálfleiks en þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks jafnaði Jill Roord með góðu skoti eftir að Alexandra Popp skallaði boltann út til hennar. JILL ROORD LEVELS IT FOR WOLFSBURG WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/ZZnRGQIXmq— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks tók Sveindís Jane á rás upp vinstir vænginn. Lék hún á hvern leikmann Arsenal á fætur öðrum áður en hún lét vaða á markið. Manuela Zinsberger var hins vegar vel staðsett í marki Arsenal og varði vel, staðan því 1-1 í hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir NEARLY giving Wolfsburg the lead before halftime WE'RE IN FOR A GREAT SECOND HALF WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/hmGFcvwAr5— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Strax í upphafi þess síðari hélt Blackstenius að hún hefði komið Skyttunum yfir þegar hún skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá hægri. Eftir gríðarleg fagnaðarlæti heimaliðsins kom í ljós að markið var ekk gilt vegna rangstöðu. Stina Blackstenius NEARLY gives Arsenal's the lead... only to be given for offside #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/VmtAUAGM6i— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Þegar tæp klukkustund var liðin komust gestirnir frá Þýskalandi yfir. Felicitas Rauch tók hornspyrnu á nær sem Alexandra Popp skallaði í netið af stuttu færi. Wolfsburg komið yfir í leiknum sem og einvíginu. ALEXANDRA POPP GIVES WOLFSBURG THE LEAD WITH HER FIRST GOAL AGAINST AN ENGLISH TEAM SINCE THE 2010-11 SEASON WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/nLuz9MDDn6— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Skytturnar létu það ekki á sig fá og þegar stundarfjórðungur lifði leiks jafnaði heimaliðið metin. Eftir að aukaspyrna heimaliðsins var skölluð frá gaf Carlotte Wubben-Moy boltann inn á teig, þar reis Jennifer Beattie hæst og skallaði boltann í netið. JENNIFER BEATTIE LEVELS IT FOR ARSENAL #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/UWTWcCbaWJ— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Staðan í leik kvöldsins hér 2-2 og 4-4 í einvíginu. Þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Þar fékk Arsenal betri færin, Merle Frohms varði vel í marki gestanna sem og boltinn fór í þverslánna hjá gestunum. Það er ekki að því spurt og á 118. mínútu vann Jule Brand - sem hafði komið inn fyrir Sveindísi Jane á 101. mínútu - boltann og óð inn á teig Arsneal. Þar gaf hún fyrir markið á Pauline Bremer sem gat ekki gert annað en rennt boltanum í opið markið. Reyndist það sigurmark leiksins, ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. PAULINE BREMER HAS SURELY WON IT FOR WOLFSBURG!! WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/YHofsmSPHG— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Wolfsburg vann þar af leiðandi leik kvöldsins 3-2 og einvígið 5-4. Sveindís Jane og stöllur mæta því Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís skoraði og lagði upp en allt jafnt fyrir seinni leikinn Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn. 23. apríl 2023 15:23
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 3-2 sigur á Arsenal í leik sem þurfti að framlengja. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 118. mínútu leiksins. Eftir 2-2 jafntefli í Þýskalandi var ljóst að spennustigið í leik kvöldsins var mjög hátt. Þá var uppselt á Emirates-leikvanginn í Lundúnum. Alls mættu 60 þúsund manns á leik kvöldsins og ljóst að gríðarlega mikið hefur breyst á aðeins tíu árum. 10 years ago when Arsenal hosted Wolfsburg in the UWCL semifinals, there were 1,406 fans in attendance. Today it's a sellout at the Emirates pic.twitter.com/5viwNxp0VR— B/R Football (@brfootball) May 1, 2023 Strax í upphafi leiks virtist sem Wolfsburg væri að fara fá vítaspyrnu en eftir að boltinn fór hendina á leikmanni Arsenal innan vítateigs. Á endanum var ekkert dæmt. Það nýtti heimaliðið sér en Stina Blackstenius kom Arsenal yfir eftir skelfilegan varnarleik gestanna þegar rúmar tíu mínútnur voru liðnar af leiknum. Arsenal breytti vörn í sókn á örskotstundu en það verður að setja spurningamerki við varnarleik Wolfsburg. STINA BLACKSTENIUS GIVES ARSENAL THE LEAD #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/62ccOJzdtS— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Lengi vel virtist sem þetta yrði eina mark fyrri hálfleiks en þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks jafnaði Jill Roord með góðu skoti eftir að Alexandra Popp skallaði boltann út til hennar. JILL ROORD LEVELS IT FOR WOLFSBURG WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/ZZnRGQIXmq— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks tók Sveindís Jane á rás upp vinstir vænginn. Lék hún á hvern leikmann Arsenal á fætur öðrum áður en hún lét vaða á markið. Manuela Zinsberger var hins vegar vel staðsett í marki Arsenal og varði vel, staðan því 1-1 í hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir NEARLY giving Wolfsburg the lead before halftime WE'RE IN FOR A GREAT SECOND HALF WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/hmGFcvwAr5— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Strax í upphafi þess síðari hélt Blackstenius að hún hefði komið Skyttunum yfir þegar hún skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá hægri. Eftir gríðarleg fagnaðarlæti heimaliðsins kom í ljós að markið var ekk gilt vegna rangstöðu. Stina Blackstenius NEARLY gives Arsenal's the lead... only to be given for offside #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/VmtAUAGM6i— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Þegar tæp klukkustund var liðin komust gestirnir frá Þýskalandi yfir. Felicitas Rauch tók hornspyrnu á nær sem Alexandra Popp skallaði í netið af stuttu færi. Wolfsburg komið yfir í leiknum sem og einvíginu. ALEXANDRA POPP GIVES WOLFSBURG THE LEAD WITH HER FIRST GOAL AGAINST AN ENGLISH TEAM SINCE THE 2010-11 SEASON WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/nLuz9MDDn6— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Skytturnar létu það ekki á sig fá og þegar stundarfjórðungur lifði leiks jafnaði heimaliðið metin. Eftir að aukaspyrna heimaliðsins var skölluð frá gaf Carlotte Wubben-Moy boltann inn á teig, þar reis Jennifer Beattie hæst og skallaði boltann í netið. JENNIFER BEATTIE LEVELS IT FOR ARSENAL #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/UWTWcCbaWJ— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Staðan í leik kvöldsins hér 2-2 og 4-4 í einvíginu. Þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Þar fékk Arsenal betri færin, Merle Frohms varði vel í marki gestanna sem og boltinn fór í þverslánna hjá gestunum. Það er ekki að því spurt og á 118. mínútu vann Jule Brand - sem hafði komið inn fyrir Sveindísi Jane á 101. mínútu - boltann og óð inn á teig Arsneal. Þar gaf hún fyrir markið á Pauline Bremer sem gat ekki gert annað en rennt boltanum í opið markið. Reyndist það sigurmark leiksins, ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. PAULINE BREMER HAS SURELY WON IT FOR WOLFSBURG!! WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/KODI5SW6Zn https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/YHofsmSPHG— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023 Wolfsburg vann þar af leiðandi leik kvöldsins 3-2 og einvígið 5-4. Sveindís Jane og stöllur mæta því Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís skoraði og lagði upp en allt jafnt fyrir seinni leikinn Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn. 23. apríl 2023 15:23
Sveindís skoraði og lagði upp en allt jafnt fyrir seinni leikinn Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn. 23. apríl 2023 15:23
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti