Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2023 13:01 Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Landhelgisgæslan Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar