Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:45 Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Úkraínuforseti lýsti yfir gríðarlegu þakklæti í garð þjóðanna fyrir stuðninginn vegna innrásar Rússa. Vísir/Heimir Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05