Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:01 Sigurður Bragason og leikmenn hans eru á eftir þrennunni en það reynir á liðið þegar það er spilað mjög þétt í úrslitakeppninni. Vísir/Diego Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ Sjá meira