Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:01 Sigurður Bragason og leikmenn hans eru á eftir þrennunni en það reynir á liðið þegar það er spilað mjög þétt í úrslitakeppninni. Vísir/Diego Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti