Óheilindi hverra? Ragnar Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:30 Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar