Látið Kvennaskólann í friði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. maí 2023 08:31 Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun