Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 13:25 Eins og sjá má er útlit Loreen og persónunnar Anto López Espinosa sláandi líkt. aðstent Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“ Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“
Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira