„Skíthræddur fyrir hönd Stólanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Tindastólsmenn hafa unnið báða leiki sína á Hlíðarenda í þessu einvígi. Vísir/Bára Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér framhaldinu eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt Síki á Króknum í gærkvöldi. Tindastóll klúðraði þar dauðafæri til að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið missti niður sautján stiga forystu á heimavelli á móti Val. Valur vann leikinn á endanum með þrettán stigum og tryggði sér oddaleik á Hlíðarenda. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds fékk sérfræðinga sína, þá Darra Frey Atlason og Kristinn Geir Friðriksson, til að spá fyrir um oddaleikinn strax eftir leikinn í gærkvöldi. „Hvað sjáið þið gerast í þessum oddaleik? Hvernig sjáið þið hann þróast,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta var langtímaspá,“ sagði Darri Freyr Atlason sem spáði fyrir leik Vals sigri í leiknum í gær en að Stólarnir myndi síðan verða Íslandsmeistarar á Hlíðarenda. „Þetta er náttúrulega Uppstigningardagur og það getur ýmislegt gerst þá,“ skaut Kristinn Geir Friðriksson inn í. „Pavel er andans maður líka og kallar fram einhverja æðri krafta. Ég held að þeir að nái að komast í gegnum þessa síðustu hindrun. Ég held að þeir horfi í spegilinn og hugsi: Það vantar eitthvað eitt púsl upp á. Ég held bara að þeir leysi þetta og finni út úr þessu,“ sagði Darri Freyr. „Ég held að þetta verði alveg eins leikur en að Stólarnir kreisti þetta út í oddaleik,“ sagði Darri. „Eftir þessa þrjá leikhluta hérna, annan, þriðja og fjórða. Þá er ég bara skíthræddur fyrir hönd Stólanna. Ég þori varla að spá þeim sigri,“ sagði Kristinn. „Út af því að mér fannst þetta svo ofboðslega lélegt þessar þrjátíu mínútur sem þeir spiluðu hérna. Liðið í svo miklum mínus og margir leikmenn úr takti. Ég þori ekki að spá þeim titlinum. Ég ætla að segja jafntefli,“ sagði Kristinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað sjá sérfræðingarnar gerast í oddaleiknum Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Tindastóll klúðraði þar dauðafæri til að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið missti niður sautján stiga forystu á heimavelli á móti Val. Valur vann leikinn á endanum með þrettán stigum og tryggði sér oddaleik á Hlíðarenda. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds fékk sérfræðinga sína, þá Darra Frey Atlason og Kristinn Geir Friðriksson, til að spá fyrir um oddaleikinn strax eftir leikinn í gærkvöldi. „Hvað sjáið þið gerast í þessum oddaleik? Hvernig sjáið þið hann þróast,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta var langtímaspá,“ sagði Darri Freyr Atlason sem spáði fyrir leik Vals sigri í leiknum í gær en að Stólarnir myndi síðan verða Íslandsmeistarar á Hlíðarenda. „Þetta er náttúrulega Uppstigningardagur og það getur ýmislegt gerst þá,“ skaut Kristinn Geir Friðriksson inn í. „Pavel er andans maður líka og kallar fram einhverja æðri krafta. Ég held að þeir að nái að komast í gegnum þessa síðustu hindrun. Ég held að þeir horfi í spegilinn og hugsi: Það vantar eitthvað eitt púsl upp á. Ég held bara að þeir leysi þetta og finni út úr þessu,“ sagði Darri Freyr. „Ég held að þetta verði alveg eins leikur en að Stólarnir kreisti þetta út í oddaleik,“ sagði Darri. „Eftir þessa þrjá leikhluta hérna, annan, þriðja og fjórða. Þá er ég bara skíthræddur fyrir hönd Stólanna. Ég þori varla að spá þeim sigri,“ sagði Kristinn. „Út af því að mér fannst þetta svo ofboðslega lélegt þessar þrjátíu mínútur sem þeir spiluðu hérna. Liðið í svo miklum mínus og margir leikmenn úr takti. Ég þori ekki að spá þeim titlinum. Ég ætla að segja jafntefli,“ sagði Kristinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað sjá sérfræðingarnar gerast í oddaleiknum
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum