Um ólögmæti verðtryggðra lánasamninga Örn Karlsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar