Kærð á ný vegna brots á lyfjareglum en segist verða fyrir árásum tennisyfirvalda Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 11:31 Simona Halep féll á lyfjaprófi í október en hefur nú verið ákærð fyrir annað brot á reglum. Vísir/Getty Ein besta tenniskona heims hefur verið kærð fyrir brot á lyfjareglum í annað sinn. Hún segir að verið sé að ráðast gegn sinni persónu og heitir því að hreinsa nafn sitt. Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023 Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira
Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023
Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira