Fresta læknisheimsóknum og leysa ekki út lyf vegna kostnaðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 14:01 Aðgengi öryrkja að heilbrigðisþjónustu hefur versnað síðan árið 2015 þegar síðasta stóra könnun var gerð. Vísir/Vilhelm Ný könnun Félagsvísindastofnunar sýnir að læknis og lyfjakostnaður sé mörgum öryrkjum um megn. Prófessor í félagsfræði segir að staðan hafi versnað síðan árið 2015. Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira