Þetta reddast ekki! Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Sólveig Bjarnadóttir, Theódór Skúli Sigurðsson, Ragnar Freyr Ingvarsson, Katrín Ragna Kemp, Teitur Ari Theodórsson og Magdalena Ásgeirsdóttir skrifa 24. maí 2023 15:30 Í tímaritinu „The Economist“ var nýverið birt grein sem bar fyrirsögnina ,,Why health-care services are in chaos everywhere. Now is an especially bad time to suffer a heart attack“. Þar er fjallað um þann mikla vanda sem steðjar að heilbrigðiskerfum flestra vestrænna landa í kjölfar Covid. Í greininni er víða komið við og sýna tölur glögglega að alls staðar hafa vandamálin aukist, jafnvel í efnuðustu löndum heims eins og Sviss. Í Bretlandi hefur biðtími eftir sjúkrabíl margfaldast, biðlistar eftir aðgerðum hafa víða lengst, álagseinkenni heilbrigðisstarfsfólks flestra landa hafa stóraukist og svo mætti lengi telja. Vinnumarkaður stendur ekki undir fjölgun sjúklinga Á nýliðnum stjórnendafundi norrænna læknafélaga í Stokkhólmi kom skýrt fram að heilbrigðiskerfin sem við höfum byggt upp undanfarna áratugi eru ekki í stakk búin að kljást við verkefnin sem framundan eru - þau standa í raun á brauðfótum. Á hinum Norðurlöndunum hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að undirbúningi heilbrigðiskerfisins vegna hratt vaxandi fjölda aldraðra og lækkandi hlutfalls einstaklinga á vinnumarkaði. Höfum við á Íslandi flotið sofandi að feigðarósi? Á Íslandi fjölgar öldruðum árlega um 4%, fjöldi öryrkja hefur um það bil tvöfaldast síðustu tvo áratugi á meðan þeim sem eru á vinnumarkaði hefur eingöngu fjölgað um fjórðung. Andleg líðan þjóðarinnar hefur versnað samkvæmt nýlegum mælingum og aðgengi að heilbrigðiskerfinu hefur versnað mikið. Erfitt er að komast að hjá geðlæknum og biðtími eftir sálfræðitímum hleypur á mánuðum, jafnvel þó einstaklingar greiði þá þjónustu að mestu úr eigin vasa. Þá hafa 56 % þjóðarinnar ekki fastan heimilislækni. Bið eftir tíma hjá sérfræðilæknum lengist enn og þjónusta þeirra hefur dregist saman á milli ára. Lenging vinnuvikunnar Reglulega berast fréttir af sjúkrahúsum landsins þar sem biðtími er langur og öll möguleg rými yfirnýtt nær alla daga ársins – langt umfram ásættanleg viðmið. Samkvæmt grein ,,The Economist´´ teljast legudeildir undir álagi þegar nýting legurýma er yfir 90%. Fá ríki voru að greina frá slíkri rúmanýtingu jafnvel á mestu álagstímunum í faraldri Covid-19. Hér á landi hefur rúmanýting yfir 100% verið daglegt brauð árum saman án nokkurra markvissra viðbragða. Neyðaróp heyrast bæði frá heilbrigðisstarfsfólki sem sjúklingum. Kvörtunarmálum til Landlæknis fjölgar ár frá ári. Sjaldnast er litið til fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu sem þó er nauðsynleg til að draga úr þeirri sóun sem nú viðgengst í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur stundum verið kölluð sveltistefna. Í rannsókn sem Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir vann fyrir Læknafélag Íslands (LÍ) á líðan og álagi á lækna árið 2018 kemur fram að 67% lækna fannst þeir vera undir of miklu álagi. Fram kom að 57% lækna unnu 41 til 60 tíma á viku, 26% 61 til 80 tíma á viku og 4 % meira en 80 tíma á viku. Árið 2022 unnu sérfræðilæknar hjá hinu opinbera að meðaltali 221,5 klukkustundir á mánuði og þá er ekki tekin inn ólaunuð yfirvinna. Læknum sem eru fjarverandi vegna langtíma veikinda hefur fjölgað mikið undanfarin ár og einnig þeim sem starfa í hlutavinnu vegna álags. Félag Almennra Lækna gerði könnun meðal félagsmanna í fyrra þar sem kom fram að 43,5% almennra lækna á Landspítala höfðu oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar síðastliðna 12 mánuði og 45% höfðu íhugað alvarlega minnst einu sinni í mánuði að hætta. Jafnframt eru nýleg dæmi þess að nýútskrifaðir læknar sæki í annað nám eða störf utan heilbrigðiskerfisins. Innviðir einskis virði án mannauðs Á sama tíma og verkefnum fjölgar eru hlutfallslega færri sem sinna störfunum og skortur á mannafla blasir við á flestum sviðum. Innleiðing rafrænna lausna hefur haft þá yfirskrift að draga úr álagi. Því miður virðist raunin önnur. Má þar til dæmis nefna að fyrirspurnum í Heilsuveru til Heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 59.455 árið 2019 í 233.842 árið 2022, eða nærri 400% á 3 árum. Kom í ljós að þessi samskipti reyndust hrein viðbót við aðra þætti þjónustunnar sem einnig jókst á þessum tíma. Vissulega er nýbygging Landspítala ánægjuefni, en hún leysir ekki aðsteðjandi vandamál - sama hvað sagt er á fundum með almannatenglum og fjölmiðlafólki. Kaupþing byggði glæsihús á árunum fyrir hrun undir sína starfsemi, en ekki bjargaði hún bankanum frá hruninu. Til að heilbrigðiskerfi geti starfað á sem bestan hátt þarf að hlúa að innviðum þess og þar er mannauðurinn þungamiðjan. Einnig þarf heildstæða sýn á hvernig kerfið geti sem best brugðist við yfirvofandi breytingum og sinnt þeirri þjónustu sem við viljum að það sinni til að varðveita og bæta heilsu þjóðarinnar. Það verkefni er stærra en einn heilbrigðisráðherra getur leyst. Til þess þarf víðtækt samráð stjórnvalda og þeirra sem starfa á gólfinu. Þeirri vinnu erum við hjá LÍ tilbúin að taka þátt í, eins og við höfum raunar margsinnis boðist til á undanförnum árum. Velferðarkerfið og starfsfólk þess eru ekki sjálfgefin eða ótakmörkuð auðlind. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - látum ekki tækifæri úr höndum renna. Hlutirnir reddast ekki, án þess að gripið verði til markvissra aðgerða! Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ, formaður Félags íslenskra heimilislækna Sólveig Bjarnadóttir, í stjórn LÍ, formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ, formaður Félags sjúkrahúslækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ, formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ Katrín Ragna Kemp, í stjórn LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í tímaritinu „The Economist“ var nýverið birt grein sem bar fyrirsögnina ,,Why health-care services are in chaos everywhere. Now is an especially bad time to suffer a heart attack“. Þar er fjallað um þann mikla vanda sem steðjar að heilbrigðiskerfum flestra vestrænna landa í kjölfar Covid. Í greininni er víða komið við og sýna tölur glögglega að alls staðar hafa vandamálin aukist, jafnvel í efnuðustu löndum heims eins og Sviss. Í Bretlandi hefur biðtími eftir sjúkrabíl margfaldast, biðlistar eftir aðgerðum hafa víða lengst, álagseinkenni heilbrigðisstarfsfólks flestra landa hafa stóraukist og svo mætti lengi telja. Vinnumarkaður stendur ekki undir fjölgun sjúklinga Á nýliðnum stjórnendafundi norrænna læknafélaga í Stokkhólmi kom skýrt fram að heilbrigðiskerfin sem við höfum byggt upp undanfarna áratugi eru ekki í stakk búin að kljást við verkefnin sem framundan eru - þau standa í raun á brauðfótum. Á hinum Norðurlöndunum hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að undirbúningi heilbrigðiskerfisins vegna hratt vaxandi fjölda aldraðra og lækkandi hlutfalls einstaklinga á vinnumarkaði. Höfum við á Íslandi flotið sofandi að feigðarósi? Á Íslandi fjölgar öldruðum árlega um 4%, fjöldi öryrkja hefur um það bil tvöfaldast síðustu tvo áratugi á meðan þeim sem eru á vinnumarkaði hefur eingöngu fjölgað um fjórðung. Andleg líðan þjóðarinnar hefur versnað samkvæmt nýlegum mælingum og aðgengi að heilbrigðiskerfinu hefur versnað mikið. Erfitt er að komast að hjá geðlæknum og biðtími eftir sálfræðitímum hleypur á mánuðum, jafnvel þó einstaklingar greiði þá þjónustu að mestu úr eigin vasa. Þá hafa 56 % þjóðarinnar ekki fastan heimilislækni. Bið eftir tíma hjá sérfræðilæknum lengist enn og þjónusta þeirra hefur dregist saman á milli ára. Lenging vinnuvikunnar Reglulega berast fréttir af sjúkrahúsum landsins þar sem biðtími er langur og öll möguleg rými yfirnýtt nær alla daga ársins – langt umfram ásættanleg viðmið. Samkvæmt grein ,,The Economist´´ teljast legudeildir undir álagi þegar nýting legurýma er yfir 90%. Fá ríki voru að greina frá slíkri rúmanýtingu jafnvel á mestu álagstímunum í faraldri Covid-19. Hér á landi hefur rúmanýting yfir 100% verið daglegt brauð árum saman án nokkurra markvissra viðbragða. Neyðaróp heyrast bæði frá heilbrigðisstarfsfólki sem sjúklingum. Kvörtunarmálum til Landlæknis fjölgar ár frá ári. Sjaldnast er litið til fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu sem þó er nauðsynleg til að draga úr þeirri sóun sem nú viðgengst í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur stundum verið kölluð sveltistefna. Í rannsókn sem Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir vann fyrir Læknafélag Íslands (LÍ) á líðan og álagi á lækna árið 2018 kemur fram að 67% lækna fannst þeir vera undir of miklu álagi. Fram kom að 57% lækna unnu 41 til 60 tíma á viku, 26% 61 til 80 tíma á viku og 4 % meira en 80 tíma á viku. Árið 2022 unnu sérfræðilæknar hjá hinu opinbera að meðaltali 221,5 klukkustundir á mánuði og þá er ekki tekin inn ólaunuð yfirvinna. Læknum sem eru fjarverandi vegna langtíma veikinda hefur fjölgað mikið undanfarin ár og einnig þeim sem starfa í hlutavinnu vegna álags. Félag Almennra Lækna gerði könnun meðal félagsmanna í fyrra þar sem kom fram að 43,5% almennra lækna á Landspítala höfðu oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar síðastliðna 12 mánuði og 45% höfðu íhugað alvarlega minnst einu sinni í mánuði að hætta. Jafnframt eru nýleg dæmi þess að nýútskrifaðir læknar sæki í annað nám eða störf utan heilbrigðiskerfisins. Innviðir einskis virði án mannauðs Á sama tíma og verkefnum fjölgar eru hlutfallslega færri sem sinna störfunum og skortur á mannafla blasir við á flestum sviðum. Innleiðing rafrænna lausna hefur haft þá yfirskrift að draga úr álagi. Því miður virðist raunin önnur. Má þar til dæmis nefna að fyrirspurnum í Heilsuveru til Heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 59.455 árið 2019 í 233.842 árið 2022, eða nærri 400% á 3 árum. Kom í ljós að þessi samskipti reyndust hrein viðbót við aðra þætti þjónustunnar sem einnig jókst á þessum tíma. Vissulega er nýbygging Landspítala ánægjuefni, en hún leysir ekki aðsteðjandi vandamál - sama hvað sagt er á fundum með almannatenglum og fjölmiðlafólki. Kaupþing byggði glæsihús á árunum fyrir hrun undir sína starfsemi, en ekki bjargaði hún bankanum frá hruninu. Til að heilbrigðiskerfi geti starfað á sem bestan hátt þarf að hlúa að innviðum þess og þar er mannauðurinn þungamiðjan. Einnig þarf heildstæða sýn á hvernig kerfið geti sem best brugðist við yfirvofandi breytingum og sinnt þeirri þjónustu sem við viljum að það sinni til að varðveita og bæta heilsu þjóðarinnar. Það verkefni er stærra en einn heilbrigðisráðherra getur leyst. Til þess þarf víðtækt samráð stjórnvalda og þeirra sem starfa á gólfinu. Þeirri vinnu erum við hjá LÍ tilbúin að taka þátt í, eins og við höfum raunar margsinnis boðist til á undanförnum árum. Velferðarkerfið og starfsfólk þess eru ekki sjálfgefin eða ótakmörkuð auðlind. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - látum ekki tækifæri úr höndum renna. Hlutirnir reddast ekki, án þess að gripið verði til markvissra aðgerða! Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ, formaður Félags íslenskra heimilislækna Sólveig Bjarnadóttir, í stjórn LÍ, formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ, formaður Félags sjúkrahúslækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ, formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ Katrín Ragna Kemp, í stjórn LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar