Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 13:27 Dagur Sverrir Kristjánsson heldur út í atvinnumennsku í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur. Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur.
Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00
Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00