Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 22:35 Kínverskri herþotu af gerðinni J-16 var flogið í veg bandarískrar eftirlitsflugvélar yfir Suður-Kínahafi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna segir að eftirlitsvélinni hafi verið flogið á alþjóðlegu svæði í takt við alþjóðalög þegar kínversku herþotunni hafi verið flogið fyrir framan eftirlitsflugvélina, svo hún nötraði öll. #USINDOPACOM Statement on #PRC Unprofessional Intercept: "We expect all countries in the Indo-Pacific region to use international airspace safely and in accordance with international law."Read more https://t.co/jeAEg1lHXz pic.twitter.com/AvPKRZHCZB— U.S. Indo-Pacific Command (@INDOPACOM) May 30, 2023 Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn og fleiri hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um svæðið og fljúga herflugvélum þar en atvik sambærileg þessi skjóta reglulega upp kollinum, bæði hvað varðar skip og herflugvélar. Umrætt atvik átti sér stað í síðustu viku en AFP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að atvikum sem þessum hafi farið fjölgandi. Í desember hafi bandarískir flugmenn RC-135 flugvélar þurft að breyta stefnu hennar svo þeir kínversk herþota lenti ekki á þeim. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13 Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna segir að eftirlitsvélinni hafi verið flogið á alþjóðlegu svæði í takt við alþjóðalög þegar kínversku herþotunni hafi verið flogið fyrir framan eftirlitsflugvélina, svo hún nötraði öll. #USINDOPACOM Statement on #PRC Unprofessional Intercept: "We expect all countries in the Indo-Pacific region to use international airspace safely and in accordance with international law."Read more https://t.co/jeAEg1lHXz pic.twitter.com/AvPKRZHCZB— U.S. Indo-Pacific Command (@INDOPACOM) May 30, 2023 Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn og fleiri hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um svæðið og fljúga herflugvélum þar en atvik sambærileg þessi skjóta reglulega upp kollinum, bæði hvað varðar skip og herflugvélar. Umrætt atvik átti sér stað í síðustu viku en AFP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að atvikum sem þessum hafi farið fjölgandi. Í desember hafi bandarískir flugmenn RC-135 flugvélar þurft að breyta stefnu hennar svo þeir kínversk herþota lenti ekki á þeim.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13 Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56