Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna Haukur V. Alfreðsson skrifar 1. júní 2023 07:31 Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar