Bíræfnir bensíntittir Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. júní 2023 23:54 Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Bensín og olía Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar