Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2023 08:00 Íslendingar versla fyrir milljarða hjá Boozt en ekki allir vita þó að forstjóri félagsins er Hermann Haraldsson, alinn upp í Reykjavík og á Akureyri og sendur í heimavist til Danmerkur 14 ára því að hann var talinn of agalaus villingur. Þegar Hermann var rekinn sem forstjóri fótboltaliðsins Brøndby, fór hann í ferðalag til Nepal og velti fyrir sér hvað honum fyndist í rauninni skemmtilegast að starfa við. Vísir/Vilhelm Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. Í dag ætlum við þó fyrst og fremst að heyra um forstjóra Boozt. Þennan sem Félag hagfræðinga valdi sem mann ársins 2021 og viðskiptamiðlar, erlendis og íslenskir, hafa oftar en ekki rætt við um reksturinn. En hver er maðurinn? Hver er þessi Hermann Valur Hermannsson, Íslendingur sem er forstjóri stærstu fatanetverslunar Norðurlanda sem veltir um 85 milljarða króna á ári. Og hverra manna er hann eins og spurt var um í den…. Litli villingurinn Hermann er alinn upp í Reykjavík og á Akureyri en á Akureyri flutti hann að verða tíu ára. Hermann er sonur Haraldar V. Haraldssonar arkitekts og Elsu Hermannsdóttur kennara. Þau skildu þegar Hermann var unglingur, en Haraldur lést árið 2019. Haraldur og Elsa komu úr mjög ólíku umhverfi. Faðir Elsu hafði til dæmis alist upp í torfbæ sem barn, á meðan Haraldur svar sonur Haraldar Ólafssonar sem lengst af var kenndur við Fálkann og var lengi stórveldi í Reykjavík. „Það var í raun sagt að annar afi minn væri kommúnisti á meðan hinn væri kapítalismi,“ segir Hermann og hlær. Fálkinn var stofnaður af langafa Hermanns, Ólafi Magnússyni, árið 1904. Ólafur var trésmiður en í upphafi fólst starfsemin í því að Ólafur gerði við reiðhjól gegn greiðslu á heimili sínu við Skólavörðustíg. Fyrirtækið varð smátt stærra í sniðum og árið 1925 hóf það útgáfu á tónlist. Fyrir tilstilli Haraldar, afa Hermanns. Kannski að kaupmannsgenin Hermanns komi þaðan? velta eflaust sumir fyrir sér… Sem gutti var Hermann þó langt frá því að hugsa um einhvern business. Því hjá honum komst fátt að nema fótbolti og frelsið. Að vera með félögunum, fara niður á Akureyrarhöfn og svo framvegis. Skólinn var til dæmis ekki ofarlega á blaði. Hvað þá að leggja það á sig að læra. „14 ára er ég sendur í heimavist til Danmerkur. Því mömmu og pabba fannst ég vera hálf agalaus og kannski of mikill villingur. Frænka mömmu minnar var gift skólastjóra í þessum heimavistarskóla og eflaust var talið að ég hefði gott af því að fara þangað,“ segir Hermann. ,,Þau báru þetta upp við mig með því að spyrja hvort ég vildi fara þangað í eitt ár. Ég sagði bara Já. Hélt það yrði ekkert af þessu. Þetta var í maí árið 1980 og 6.ágúst var ég kominn til Danmerkur,“ segir Hermann og það er ljóst af svipbrigðunum í andlitinu að þótt áratugir séu liðnir, sé Hermann enn hálf hissa á að þetta hafi í rauninni gerst. Enda viðurkennir Hermann að hann hafi fengið algjört sjokk, þegar hann var kominn til Danmerkur. Heimþráin var gífurleg. Ég mátti hringja heim einu sinni í mánuði en ekki tala lengi. Ég skrifaði bréf og sendi heim eins og þá var gert. Eitt bréf á viku til foreldra minna og eitt bréf á viku til ömmu,“ segir Hermann og viðurkennir reyndar að þessi bréfaskrif hafi þó kennt honum það að hann væri ágætis penni. Hefur til dæmis alltaf átt auðvelt með ræðuskrif og annað. „En þetta var rosalegt sjokk. Ég man til dæmis þegar frænka mín kom og sótti mig þegar að ég kom út, ætlaði ég að taka utan um hana og faðma. En hún ýtti mér frá og sagði Nei, nei Hermann minn. Nú ert þú orðinn nemandi hér.“ Að finnast hann aleinn og með mikla heimþrá var því kannski ekkert að undra. Því það var aðeins í helgarleyfum hjá frænku hans aðra hverja helgi sem Hermann mátti vera fjölskyldumeðlimur en ekki nemandi. „Það sem bjargaði mér var fótboltinn. Því ég var ágætur í honum og það vantaði markmann. Og ég var einmitt markmaður. Fótboltinn gerði það því að verkum að ég var frekar fljótur að eignast vini, verða upptekinn og ná tökum á tungumálinu,“ segir Hermann. Verandi þriggja barna faðir í dag, hefur Hermann stundum velt fyrir sér hvernig það er eiginlega hægt að senda 14 ára barn aleitt til útlandahug í heimavistarskóla fyrir drengi. „Ég hef oft hugsað um þetta. Ég spurði mömmu reyndar að þessu einu sinni. Spurði: Mamma hvað varstu eiginlega að pæla? Og man að hún svaraði: Alltaf þegar að ég lét þig frá mér og þú fórst aftur út, grét ég inn í mér.“ Svar sem öll mömmuhjörtu í heimi skilja. Það var mikið sjokk að vera allt í einu aleinn í Danmörku 14 ára. Heimþráin var gífurleg en Hermann mátti hringja heim einu sinni í mánuði og tala stutt. Hermann skrifaði tvö bréf og sendi heim vikulega: Eitt til foreldra sinna og eitt til ömmu sinnar. Rekinn úr landi Það er með ólíkindum að átta sig á því hversu góða íslensku Hermann talar. Verandi fæddur árið 1966 og búsettur erlendis frá 14 ára aldri. En íslensku genin eru sterk og segist Hermann alltaf upplifa sterkar rætur til Íslands. Enda á hann bræður hér og stórfjölskyldu. Reynir að koma hingað á tveggja mánaða fresti, á íbúð í Reykjavík en móðir hans dvelur nú á hjúkrunarheimili og er með Alzheimer. Ýmislegt annað týnist reyndar til í spjallinu við Hermann. Sem við Íslendingar ættum að vera fljót að eigna okkur sem al-íslensk gen. Hermann er til dæmis: Hjátrúafullur Les mikið af bókum Er góður í fótbolta (eða var) Og duglegur til vinnu. Allt eru þetta eiginleikar sem við Íslendingar erum oftar en ekki fljót að þykjast eiga í afreksfólki eða Íslendingum erlendis. Hjá Hermanni lá það svo sem ekkert endilega ljóst fyrir að hann myndi ílengjast í Danmörku. „Mamma og pabbi skildu þegar að ég var í níunda bekk og þegar þau voru skilin fannst mér ég allt eins geta verið úti eins og að koma heim,“ segir Hermann. Hermann kláraði því grunnskólann á heimavistinni og stúdentinn í Danmörku. Þegar kom að því að velja háskólanám, valdi Hermann lögfræði en viðskiptafræði sem aukaval og sótti um bæði á Íslandi og í Danmörku. Hermann komst inn í lögfræðina á Íslandi en ekki í háskólann í Danmörku. Þar vantaði 0,1 stig upp á meðaleinkunnina og því fór sem fór að hann valdi að vera áfram í Danmörku og fara í rekstrarfræði í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS. „Mér fannst fyrsti veturinn hundleiðinlegur. Síðan fór þetta aðeins að skána. Í Danmörku fara flestir beint í meistaranám eftir bachelor-gráðuna. Sem ég og gerði í sama skóla og mér fannst mjög skemmtilegt í því,“ segir Hermann sem endanlega sannfærðist um það þá, að eflaust væri hann á réttri hillu. Svo vel gekk að rétt fyrir útskrift úr meistaranáminu, fékk Hermann tilboð um starf í Bretlandi. „Ég flutti til London og fór að vinna þar fyrir skipamiðlafyrirtæki. Um það bil tveimur mánuðum eftir að ég flutti þangað, fékk ég tilkynningu frá breska Innanríkisráðuneytinu um að ég hefði ekki atvinnuleyfi. Á þessum tíma er EFTA samningurinn ekki kominn og því útséð að ég fengi leyfi. Ég var því í raun rekinn úr landi,“ segir Hermann og skellihlær. Hermann reynir að koma til Íslands á tveggja mánaða fresti enda eru bræður hans hér og stórfjölskylda. Faðir Hermanns er látinn en móðir hans dvelur á hjúkrunarheimili og er með Alzheimer. Þótt Hermann hafi búið erlendis frá því að hann var 14 ára gamall, talar hann mjög góða íslensku og segir ræturnar heim afar sterkar. Rekinn úr starfi Hermann fór því aftur til Danmerkur en nú voru góð ráð dýr: Hvað átti hann að gera? Fyrir tilviljun leiddist hann í auglýsingageirann. Fór að vinna fyrir birtingafyrirtækið OMD Nordic í Kaupmannahöfn þar sem allt var á fleygiferð. People‘s meters og áhorfsmælingar í sjónvarpi voru að fara á gott flug og ýmislegt spennandi að gerast. Þetta er árið 1990. „Árið 1996 hætti forstjórinn og ég er þá spurður hvort ég vilji ekki bara taka við. Og ég man að ég hugsaði: Já, ég sé nú ekkert endilega að það sé einhver betri en ég og sagði því bara Já,“ segir Hermann og brosir í kampinn. Þar starfaði Hermann næstu árinn, sem forstjóri og eigandi. Árið 2001 var fyrirtækið selt til bandarísks stórfyrirtækis í auglýsingabransanum og segir Hermann að hann hafi hagnast nokkuð á þeirri sölu. Árið 2006 stofnaði hann auglýsingastofuna Win Win með nokkrum félögum, en komst fljótt að því að honum fannst miklu skemmtilegra í birtingargeiranum heldur en þeim skapandi, þar sem starfsemin fólst í að búa til auglýsingarnar sjálfar. Árið 2008 kom hins vegar frábært tækifæri því þá er Hermanni boðið að gerast framkvæmdastjóri danska fótboltaliðsins Brøndby, sem listað er í kauphöll. Mér fannst ég algjörlega kominn heim. Þarna fór saman áhugi minn á fótbolta og að vinna. Að vera að kaupa og selja knattspyrnumenn og fleira. Þetta var alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt starf,“ segir Hermann sem þó starfaði þar í aðeins tæpt hálft ár. Hvað skeði? „Ég var rekinn,“ svarar Hermann og skellir upp úr. Til útskýringar segir Hermann að stjórnarformaður félagsins hafi áður verið framkvæmdastjórinn. Og að snemma hafi komið í ljós að áherslurnar þeirra væru mjög ólíkar. „Við áttum einaldlega ekki saman og eins og oftast er, er það þá frekar stjórnarformaðurinn sem heldur áfram en ekki framkvæmdastjórinn.“ Enn og aftur stóð Hermann því frammi fyrir því að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Hann átti enn svolítinn pening frá fyrirtækjasölunni um árið en tók sér smá tíma í að velta hlutunum fyrir sér. Þetta er í júlí 2009 og bankahrunið að hafa áhrif á atvinnulífið alls staðar. Árið 2010 fór Hermann til Nepal og hugsaði þar málin alvarlega: Hvað langaði hann að gera? Niðurstaðan var sú að það sem honum fyndist skemmtilegast að gera væri að byggja eitthvað upp. Svona eins og var fyrstu árin með rekstur birtingarhússins. Boozt er stærsta tískuvefverslunin á Norðurlöndunum en tvö ár eru síðan hún kom til Íslands. Hermann segist þó lengi hafa haft áhuga á að koma með Boozt til Íslands, þó ekki væri nema til að vinir og vandamenn vissu út á hvað vinnan hans gengi. Sem Hermanni finnst frábært því lengi voru áhyggjur af því að Ísland væri of lítill markaður til þess að það borgaði sig að koma hingað. Boozt verður til Boozt er stofnað árið 2010 og er Hermann einn stofnenda. En áður en Boozt varð til, réðist Hermann í annað verkefni. „Það höfðu áhættufjárfestar samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að taka við rekstri netverslunar sem átti að virka þannig að þetta væri vefsíða fyrir hinar og þessar tískuverslanir. Reksturinn var í erfiðleikum og ég komst fljótt að því að þetta var í rauninni ekkert annað en ppower point kynning. Að vera með vef sem ætti að hagnast á því að vera vefur fyrir aðrar verslanir var ekki að fara að skila neinu,“ segir Hermann og bætir við: „Ég stakk því upp á að þessu yrði frekar lokað og að við myndum fara af stað með nýtt dæmi. Sem er Boozt. Þar sem vefsíðan væri verslunin sjálf og við myndum þá hagnast af því að selja tískufatnað sjálfir.“ Úr varð að Boozt var stofnað og réðist Hermann í það að hringja í nokkra gamla vinnufélaga og fá þá til að ganga til liðs við sig. „Ég lét þá alveg vita að mögulega myndi þetta ekki ganga upp. Kannski yrði þetta bara búið eftir sex mánuði. En kannski gætum við gert eitthvað úr þessu…,“ segir Hermann. En hvað vissir þú um tísku? „Ekki neitt,“ svarar Hermann og skellihlær. „Enginn af okkur vissi neitt um tísku. Reyndar held ég að ég viti enn ekkert um tísku, ég er liggur við enn í sama fatastílnum og þegar að ég var á heimavistinni forðum daga! En við vorum með góðan aðila til að búa til vefsíðuna og góðan aðila til að sjá um vöruhúsin og lagerinn og svo framvegis. Gallinn var bara sá að enginn okkar vissi neitt um tísku.“ Hvernig náðuð þið þá að láta hjólin fara að snúast? „Það var eiginlega Jón Björnsson sem bjargaði okkur,“ svarar Hermann um hæl. Málið er að þegar að hugmyndin að Boozt verður til, sá Hermann fyrir sér að herma eftir módeli magasínverslunarinnar svo kölluðu í Kaupmannahöfn, Magasin du Nord. Þar var Jón Björnsson forstjóri, sá sem nú er forstjóri Origo. Svo lánsamir voru félagarnir hjá Boozt að stuttu eftir að þeir fara af stað, hættir Jón sem forstjóri magasínsins. „Jón kom til okkar og í raun kenndi okkur allt sem við þurftum að vita að lágmarki um tískubransann. Og hvaða fólk við þyrftum að ráða til okkar. Sem við gerðum.“ Svo heppnir voru þeir líka að Jón var til í að setjast í stjórn Boozt, en því hlutverki sinnir hann enn. „Næstu árin á eftir voru samt rosalega erfið. Við vorum oft við það að fara á hausinn og þurftum oft og mörgum sinnum að fá meira fjármagn frá fjárfestum. Gallinn var bara sá að af okkur vinunum, var ég sá eini sem átti pening. Og þegar það þurfti meira fjármagn, spurðu þessir áhættufjárfestar mig alltaf: Jæja Hermann, hvað ætlar þú þá að leggja mikinn pening til?“ Svo fór þó að á endanum átti Hermann sjálfur engan pening. „Ég var búinn með allan peninginn minn og farinn að ganga á allt sem ég átti, veðsetja heimilið og svo framvegis,“ segir Hermann og eflaust margir atvinnurekendur sem þekkja þær tilfinningar sem þessu álagi fylgir. Hermann var á þessum tíma kominn í samband við síðari eiginkonu sína, Toril. Hermann á tvö börn Mahgnus og Malene úr fyrra hjónabandi og á eina dóttur, Freyu, með Toril. „Ég sagði henni sem minnst. Því ég átti húsið og allt það þegar að við tókum saman átti ég húsið og allt það og gat því veðsett það án þess að henni væri blandað inn í það,“ segir Hermann en bætir við: Það var samt eitt skipti þar sem staðan var þannig að ég varð að ræða þetta við hana. Lét hana vita að svo gæti mögulega farið að Boozt færi á hausinn og við myndum missa allt. Toril átti enn 50 fermetra íbúðina sína í Kaupmannahöfn sem hún var með í leigu og svaraði þá bara til: Nú, við flytjum þá bara þangað.“ Hermann segist þó ekki hafa getað séð fyrir sér að það yrði svo auðvelt að búa þar með þrjú börn. Það var því ekkert annað en að þrauka áfram og gefast ekki upp. Boozt var stofnað árið 2010 og skráð á markað árið 2017. Fyrirtækið veltir um 85 milljörðum króna á ári en Hermann segist aldrei upplifa vinnuna eða árangurinn þannig að ástæða sé til þess að slaka á. Þegar Hermann hringdi bjöllunni við skráningu félagsins á markað, hélt hann að hann myndi fagna með kampavíni fram á kvöld. Hið rétta var að hann fór heim og um kvöldið fóru hann og 11 ára dóttir hans út og fengu sér ís. Keypti sér ís en ekki kampavín Erfiðu árin teygðu sig til 2014-15 segir Hermann en augnablikið þegar hann vissi að reksturinn yrði í lagi var árið 2015 þegar danskur lífeyrissjóður fjárfesti myndarlega í Boozt. „Þá vissi ég eiginlega að þetta væri ekki lengur spurning um að lifa af. Heldur hversu stórt við gætum látið fyrirtækið verða.“ Árið 2017 var Boozt síðan skráð í kauphöll og hefur vöxturinn og velgengnin verið einkennandi síðan svo um munar. En hvers vegna kom Boozt ekki til Íslands fyrr en 2021? „Við ræddum þetta oft. Auðvitað langaði mig mikið til að koma til Íslands þó ekki væri nema til þess að vinir og vandamenn færu að vita betur hvað ég væri að vinna við. Svo ég sé hreinskilinn með egóið,“ segir Hermann og brosir. Ísland er hins vegar lítill markaður og það er í rauninni ástæðan fyrir því að skrefið var ekki tekið fyrr. Hvað breyttist? „Nú það var eiginlega aftur Jón sem reddaði því,“ segir Hermann og hlær. Þannig hafi það í raun verið Jón Björnsson sem fór að tala fyrir því að Boozt ætti fullt erindi til Íslands. Þótt markaðurinn væri lítill, var hans mat það að fólk vildi komast í góð verð og gott vöruúrval, einmitt þá tvo lykilþætti sem Boozt leggur svo mikla áherslu á. Viðtökurnar hafa sem fyrr segir verið vonum framar og þótt engar sölutölur séu gefnar upp, er ljóst að Íslendingar eru virkilega duglegir að versla hjá Boozt. En hvernig er að vera forstjóri fyrir svona stóru fyrirtæki. Veltan 85 milljarðar króna á ári, upphæð sem við Íslendingar varla skiljum? „Það er svo skrýtið með það að manni finnst aldrei eins og eitthvað sé komið í höfn eða að maður eigi að verða eitthvað sigri hrósandi og fara að slaka á. Ég man til dæmis eftir því þegar að ég hringdi bjöllunni í kauphöllinni. Sem var stór dagur og risastór áfangi. Við hjónin áttum að mæta í boð um kvöldið en þegar heim var komið, fann ég að ég var fyrst og fremst bara þreyttur. Samt var þetta dagur þar sem ég hélt að ég myndi skála í kampavíni allan daginn og fagna áfanganum.“ En hvað gerðir þú? „Heyrðu, ég fór bara með dóttur minni um kvöldið og við fengum okkur ís. Hún var 11 ára þegar að þetta var. Og man alltaf að ég sat bara með henni við höfnina og horfði yfir. Notaleg stund þar sem við feðginin sátum og borðuðum ís.“ Hermann segist aldrei hafa haft neitt vit á tísku en að hjá fyrirtækinu starfi mikið af frábæru fólki sem kunni sitt fag og margir hafa starfað þar lengi. Þá segir hann Jón Björnsson, núverandi forstjóra Origo, hafa bjargað fyrirtækinu og kennt þeim allt sem þeir þurftu að vita um tísku fyrst eftir opnun. Oft var fyrirtækið á bjargbrúninni og um tíma var Hermann búinn með alla peningana sína og búinn að veðsetja heimilið upp fyrir rjáfur. Hvíld á hlaupum Eiginkona Hermanns er dönsk norsk og dóttir þeirra, Freya, er 16 ára. Eldri börn Hermanns úr fyrri hjónabandi eru Magnús sem verður 29 ára á þessu ári og Malín sem er 25 ára. Hermann segist vera orðinn ágætur í því að kúpla sig frá vinnu. Það sem virkar hins vegar best fyrir hann er að hreyfa sig sem mest. „Ég er svo sem hættur í fótboltanum en það gerir mér rosalega gott að hreyfa mig sem mest. Ég vakna mjög snemma, um fimmleytið og fer út að hlaupa um hálftíma síðar. Mér finnst það rosalega gott. Ég hleyp einhverja 5-6 kílómetra og á þeim hlaupum finnst mér ég algjörlega ná að kúpla mig frá öllu,“ segir Hermann. Þá segist hann líka hafa gaman af því að fara í góða göngutúra, fara í skíðaferðir og fleira. Hermann les líka mikið og segist alltaf vera með einhverjar bækur á náttborðinu. „Og þessi íslenska þrautseigja með að gefast aldrei upp á reyndar líka við um bókalesturinn. Því þótt mér finnist bókin leiðinleg, klára ég hana samt,“ segir Hermann og brosir. Hann viðurkennir að auðvitað skipi vinnan mikinn sess í daglegu lífi. Til dæmis getur hann séð allar sölutölur í símanum uppfærast á tíu mínútna fresti og finnur að honum finnst gaman að fylgjast með þeim. Sérðu fyrir þér að halda bara áfram hjá Boozt næstu fimm eða tíu árin? „Já ég geri það,“ svarar Hermann að bragði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt og get ekki séð fyrir mér að hætta að vinna. Enda hvers vegna ætti maður að gera það þegar maður er hraustur og finnst vinnan skemmtileg. Ég hef þegar lofað stjórninni næstu fimm árum, þannig að ég get alveg svarað til með þau. Mér finnst hins vegar aldrei raunhæft að tala tíu ár fram í tímann. Þriggja til fimm ára plön eru fín, tíu ár eru of langt fram í tímann til að lofa of miklu.“ Í lok samtalsins er aðeins um það rætt, hversu árin eru orðin mörg eftir allt saman í útlöndum. Þetta eina ár sem átti að vera í heimavist í Danmörku eru orðin að áratugum. Enda er ég mjög meðvitaður um það að ef ég hefði ekki verið sendur í heimavistina, þótt ég hafi fundið fyrir svona mikilli heimþrá, þá hefði vegferðin mín orðið allt öðruvísi. Ég væri örugglega ekki hér. Starfandi í Malmö og búin að eiga heima svona lengi í Danmörku. Og að byggja upp Boozt sem þetta stóra og góða fyrirtæki.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Tíska og hönnun Stjórnun Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í dag ætlum við þó fyrst og fremst að heyra um forstjóra Boozt. Þennan sem Félag hagfræðinga valdi sem mann ársins 2021 og viðskiptamiðlar, erlendis og íslenskir, hafa oftar en ekki rætt við um reksturinn. En hver er maðurinn? Hver er þessi Hermann Valur Hermannsson, Íslendingur sem er forstjóri stærstu fatanetverslunar Norðurlanda sem veltir um 85 milljarða króna á ári. Og hverra manna er hann eins og spurt var um í den…. Litli villingurinn Hermann er alinn upp í Reykjavík og á Akureyri en á Akureyri flutti hann að verða tíu ára. Hermann er sonur Haraldar V. Haraldssonar arkitekts og Elsu Hermannsdóttur kennara. Þau skildu þegar Hermann var unglingur, en Haraldur lést árið 2019. Haraldur og Elsa komu úr mjög ólíku umhverfi. Faðir Elsu hafði til dæmis alist upp í torfbæ sem barn, á meðan Haraldur svar sonur Haraldar Ólafssonar sem lengst af var kenndur við Fálkann og var lengi stórveldi í Reykjavík. „Það var í raun sagt að annar afi minn væri kommúnisti á meðan hinn væri kapítalismi,“ segir Hermann og hlær. Fálkinn var stofnaður af langafa Hermanns, Ólafi Magnússyni, árið 1904. Ólafur var trésmiður en í upphafi fólst starfsemin í því að Ólafur gerði við reiðhjól gegn greiðslu á heimili sínu við Skólavörðustíg. Fyrirtækið varð smátt stærra í sniðum og árið 1925 hóf það útgáfu á tónlist. Fyrir tilstilli Haraldar, afa Hermanns. Kannski að kaupmannsgenin Hermanns komi þaðan? velta eflaust sumir fyrir sér… Sem gutti var Hermann þó langt frá því að hugsa um einhvern business. Því hjá honum komst fátt að nema fótbolti og frelsið. Að vera með félögunum, fara niður á Akureyrarhöfn og svo framvegis. Skólinn var til dæmis ekki ofarlega á blaði. Hvað þá að leggja það á sig að læra. „14 ára er ég sendur í heimavist til Danmerkur. Því mömmu og pabba fannst ég vera hálf agalaus og kannski of mikill villingur. Frænka mömmu minnar var gift skólastjóra í þessum heimavistarskóla og eflaust var talið að ég hefði gott af því að fara þangað,“ segir Hermann. ,,Þau báru þetta upp við mig með því að spyrja hvort ég vildi fara þangað í eitt ár. Ég sagði bara Já. Hélt það yrði ekkert af þessu. Þetta var í maí árið 1980 og 6.ágúst var ég kominn til Danmerkur,“ segir Hermann og það er ljóst af svipbrigðunum í andlitinu að þótt áratugir séu liðnir, sé Hermann enn hálf hissa á að þetta hafi í rauninni gerst. Enda viðurkennir Hermann að hann hafi fengið algjört sjokk, þegar hann var kominn til Danmerkur. Heimþráin var gífurleg. Ég mátti hringja heim einu sinni í mánuði en ekki tala lengi. Ég skrifaði bréf og sendi heim eins og þá var gert. Eitt bréf á viku til foreldra minna og eitt bréf á viku til ömmu,“ segir Hermann og viðurkennir reyndar að þessi bréfaskrif hafi þó kennt honum það að hann væri ágætis penni. Hefur til dæmis alltaf átt auðvelt með ræðuskrif og annað. „En þetta var rosalegt sjokk. Ég man til dæmis þegar frænka mín kom og sótti mig þegar að ég kom út, ætlaði ég að taka utan um hana og faðma. En hún ýtti mér frá og sagði Nei, nei Hermann minn. Nú ert þú orðinn nemandi hér.“ Að finnast hann aleinn og með mikla heimþrá var því kannski ekkert að undra. Því það var aðeins í helgarleyfum hjá frænku hans aðra hverja helgi sem Hermann mátti vera fjölskyldumeðlimur en ekki nemandi. „Það sem bjargaði mér var fótboltinn. Því ég var ágætur í honum og það vantaði markmann. Og ég var einmitt markmaður. Fótboltinn gerði það því að verkum að ég var frekar fljótur að eignast vini, verða upptekinn og ná tökum á tungumálinu,“ segir Hermann. Verandi þriggja barna faðir í dag, hefur Hermann stundum velt fyrir sér hvernig það er eiginlega hægt að senda 14 ára barn aleitt til útlandahug í heimavistarskóla fyrir drengi. „Ég hef oft hugsað um þetta. Ég spurði mömmu reyndar að þessu einu sinni. Spurði: Mamma hvað varstu eiginlega að pæla? Og man að hún svaraði: Alltaf þegar að ég lét þig frá mér og þú fórst aftur út, grét ég inn í mér.“ Svar sem öll mömmuhjörtu í heimi skilja. Það var mikið sjokk að vera allt í einu aleinn í Danmörku 14 ára. Heimþráin var gífurleg en Hermann mátti hringja heim einu sinni í mánuði og tala stutt. Hermann skrifaði tvö bréf og sendi heim vikulega: Eitt til foreldra sinna og eitt til ömmu sinnar. Rekinn úr landi Það er með ólíkindum að átta sig á því hversu góða íslensku Hermann talar. Verandi fæddur árið 1966 og búsettur erlendis frá 14 ára aldri. En íslensku genin eru sterk og segist Hermann alltaf upplifa sterkar rætur til Íslands. Enda á hann bræður hér og stórfjölskyldu. Reynir að koma hingað á tveggja mánaða fresti, á íbúð í Reykjavík en móðir hans dvelur nú á hjúkrunarheimili og er með Alzheimer. Ýmislegt annað týnist reyndar til í spjallinu við Hermann. Sem við Íslendingar ættum að vera fljót að eigna okkur sem al-íslensk gen. Hermann er til dæmis: Hjátrúafullur Les mikið af bókum Er góður í fótbolta (eða var) Og duglegur til vinnu. Allt eru þetta eiginleikar sem við Íslendingar erum oftar en ekki fljót að þykjast eiga í afreksfólki eða Íslendingum erlendis. Hjá Hermanni lá það svo sem ekkert endilega ljóst fyrir að hann myndi ílengjast í Danmörku. „Mamma og pabbi skildu þegar að ég var í níunda bekk og þegar þau voru skilin fannst mér ég allt eins geta verið úti eins og að koma heim,“ segir Hermann. Hermann kláraði því grunnskólann á heimavistinni og stúdentinn í Danmörku. Þegar kom að því að velja háskólanám, valdi Hermann lögfræði en viðskiptafræði sem aukaval og sótti um bæði á Íslandi og í Danmörku. Hermann komst inn í lögfræðina á Íslandi en ekki í háskólann í Danmörku. Þar vantaði 0,1 stig upp á meðaleinkunnina og því fór sem fór að hann valdi að vera áfram í Danmörku og fara í rekstrarfræði í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS. „Mér fannst fyrsti veturinn hundleiðinlegur. Síðan fór þetta aðeins að skána. Í Danmörku fara flestir beint í meistaranám eftir bachelor-gráðuna. Sem ég og gerði í sama skóla og mér fannst mjög skemmtilegt í því,“ segir Hermann sem endanlega sannfærðist um það þá, að eflaust væri hann á réttri hillu. Svo vel gekk að rétt fyrir útskrift úr meistaranáminu, fékk Hermann tilboð um starf í Bretlandi. „Ég flutti til London og fór að vinna þar fyrir skipamiðlafyrirtæki. Um það bil tveimur mánuðum eftir að ég flutti þangað, fékk ég tilkynningu frá breska Innanríkisráðuneytinu um að ég hefði ekki atvinnuleyfi. Á þessum tíma er EFTA samningurinn ekki kominn og því útséð að ég fengi leyfi. Ég var því í raun rekinn úr landi,“ segir Hermann og skellihlær. Hermann reynir að koma til Íslands á tveggja mánaða fresti enda eru bræður hans hér og stórfjölskylda. Faðir Hermanns er látinn en móðir hans dvelur á hjúkrunarheimili og er með Alzheimer. Þótt Hermann hafi búið erlendis frá því að hann var 14 ára gamall, talar hann mjög góða íslensku og segir ræturnar heim afar sterkar. Rekinn úr starfi Hermann fór því aftur til Danmerkur en nú voru góð ráð dýr: Hvað átti hann að gera? Fyrir tilviljun leiddist hann í auglýsingageirann. Fór að vinna fyrir birtingafyrirtækið OMD Nordic í Kaupmannahöfn þar sem allt var á fleygiferð. People‘s meters og áhorfsmælingar í sjónvarpi voru að fara á gott flug og ýmislegt spennandi að gerast. Þetta er árið 1990. „Árið 1996 hætti forstjórinn og ég er þá spurður hvort ég vilji ekki bara taka við. Og ég man að ég hugsaði: Já, ég sé nú ekkert endilega að það sé einhver betri en ég og sagði því bara Já,“ segir Hermann og brosir í kampinn. Þar starfaði Hermann næstu árinn, sem forstjóri og eigandi. Árið 2001 var fyrirtækið selt til bandarísks stórfyrirtækis í auglýsingabransanum og segir Hermann að hann hafi hagnast nokkuð á þeirri sölu. Árið 2006 stofnaði hann auglýsingastofuna Win Win með nokkrum félögum, en komst fljótt að því að honum fannst miklu skemmtilegra í birtingargeiranum heldur en þeim skapandi, þar sem starfsemin fólst í að búa til auglýsingarnar sjálfar. Árið 2008 kom hins vegar frábært tækifæri því þá er Hermanni boðið að gerast framkvæmdastjóri danska fótboltaliðsins Brøndby, sem listað er í kauphöll. Mér fannst ég algjörlega kominn heim. Þarna fór saman áhugi minn á fótbolta og að vinna. Að vera að kaupa og selja knattspyrnumenn og fleira. Þetta var alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt starf,“ segir Hermann sem þó starfaði þar í aðeins tæpt hálft ár. Hvað skeði? „Ég var rekinn,“ svarar Hermann og skellir upp úr. Til útskýringar segir Hermann að stjórnarformaður félagsins hafi áður verið framkvæmdastjórinn. Og að snemma hafi komið í ljós að áherslurnar þeirra væru mjög ólíkar. „Við áttum einaldlega ekki saman og eins og oftast er, er það þá frekar stjórnarformaðurinn sem heldur áfram en ekki framkvæmdastjórinn.“ Enn og aftur stóð Hermann því frammi fyrir því að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Hann átti enn svolítinn pening frá fyrirtækjasölunni um árið en tók sér smá tíma í að velta hlutunum fyrir sér. Þetta er í júlí 2009 og bankahrunið að hafa áhrif á atvinnulífið alls staðar. Árið 2010 fór Hermann til Nepal og hugsaði þar málin alvarlega: Hvað langaði hann að gera? Niðurstaðan var sú að það sem honum fyndist skemmtilegast að gera væri að byggja eitthvað upp. Svona eins og var fyrstu árin með rekstur birtingarhússins. Boozt er stærsta tískuvefverslunin á Norðurlöndunum en tvö ár eru síðan hún kom til Íslands. Hermann segist þó lengi hafa haft áhuga á að koma með Boozt til Íslands, þó ekki væri nema til að vinir og vandamenn vissu út á hvað vinnan hans gengi. Sem Hermanni finnst frábært því lengi voru áhyggjur af því að Ísland væri of lítill markaður til þess að það borgaði sig að koma hingað. Boozt verður til Boozt er stofnað árið 2010 og er Hermann einn stofnenda. En áður en Boozt varð til, réðist Hermann í annað verkefni. „Það höfðu áhættufjárfestar samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að taka við rekstri netverslunar sem átti að virka þannig að þetta væri vefsíða fyrir hinar og þessar tískuverslanir. Reksturinn var í erfiðleikum og ég komst fljótt að því að þetta var í rauninni ekkert annað en ppower point kynning. Að vera með vef sem ætti að hagnast á því að vera vefur fyrir aðrar verslanir var ekki að fara að skila neinu,“ segir Hermann og bætir við: „Ég stakk því upp á að þessu yrði frekar lokað og að við myndum fara af stað með nýtt dæmi. Sem er Boozt. Þar sem vefsíðan væri verslunin sjálf og við myndum þá hagnast af því að selja tískufatnað sjálfir.“ Úr varð að Boozt var stofnað og réðist Hermann í það að hringja í nokkra gamla vinnufélaga og fá þá til að ganga til liðs við sig. „Ég lét þá alveg vita að mögulega myndi þetta ekki ganga upp. Kannski yrði þetta bara búið eftir sex mánuði. En kannski gætum við gert eitthvað úr þessu…,“ segir Hermann. En hvað vissir þú um tísku? „Ekki neitt,“ svarar Hermann og skellihlær. „Enginn af okkur vissi neitt um tísku. Reyndar held ég að ég viti enn ekkert um tísku, ég er liggur við enn í sama fatastílnum og þegar að ég var á heimavistinni forðum daga! En við vorum með góðan aðila til að búa til vefsíðuna og góðan aðila til að sjá um vöruhúsin og lagerinn og svo framvegis. Gallinn var bara sá að enginn okkar vissi neitt um tísku.“ Hvernig náðuð þið þá að láta hjólin fara að snúast? „Það var eiginlega Jón Björnsson sem bjargaði okkur,“ svarar Hermann um hæl. Málið er að þegar að hugmyndin að Boozt verður til, sá Hermann fyrir sér að herma eftir módeli magasínverslunarinnar svo kölluðu í Kaupmannahöfn, Magasin du Nord. Þar var Jón Björnsson forstjóri, sá sem nú er forstjóri Origo. Svo lánsamir voru félagarnir hjá Boozt að stuttu eftir að þeir fara af stað, hættir Jón sem forstjóri magasínsins. „Jón kom til okkar og í raun kenndi okkur allt sem við þurftum að vita að lágmarki um tískubransann. Og hvaða fólk við þyrftum að ráða til okkar. Sem við gerðum.“ Svo heppnir voru þeir líka að Jón var til í að setjast í stjórn Boozt, en því hlutverki sinnir hann enn. „Næstu árin á eftir voru samt rosalega erfið. Við vorum oft við það að fara á hausinn og þurftum oft og mörgum sinnum að fá meira fjármagn frá fjárfestum. Gallinn var bara sá að af okkur vinunum, var ég sá eini sem átti pening. Og þegar það þurfti meira fjármagn, spurðu þessir áhættufjárfestar mig alltaf: Jæja Hermann, hvað ætlar þú þá að leggja mikinn pening til?“ Svo fór þó að á endanum átti Hermann sjálfur engan pening. „Ég var búinn með allan peninginn minn og farinn að ganga á allt sem ég átti, veðsetja heimilið og svo framvegis,“ segir Hermann og eflaust margir atvinnurekendur sem þekkja þær tilfinningar sem þessu álagi fylgir. Hermann var á þessum tíma kominn í samband við síðari eiginkonu sína, Toril. Hermann á tvö börn Mahgnus og Malene úr fyrra hjónabandi og á eina dóttur, Freyu, með Toril. „Ég sagði henni sem minnst. Því ég átti húsið og allt það þegar að við tókum saman átti ég húsið og allt það og gat því veðsett það án þess að henni væri blandað inn í það,“ segir Hermann en bætir við: Það var samt eitt skipti þar sem staðan var þannig að ég varð að ræða þetta við hana. Lét hana vita að svo gæti mögulega farið að Boozt færi á hausinn og við myndum missa allt. Toril átti enn 50 fermetra íbúðina sína í Kaupmannahöfn sem hún var með í leigu og svaraði þá bara til: Nú, við flytjum þá bara þangað.“ Hermann segist þó ekki hafa getað séð fyrir sér að það yrði svo auðvelt að búa þar með þrjú börn. Það var því ekkert annað en að þrauka áfram og gefast ekki upp. Boozt var stofnað árið 2010 og skráð á markað árið 2017. Fyrirtækið veltir um 85 milljörðum króna á ári en Hermann segist aldrei upplifa vinnuna eða árangurinn þannig að ástæða sé til þess að slaka á. Þegar Hermann hringdi bjöllunni við skráningu félagsins á markað, hélt hann að hann myndi fagna með kampavíni fram á kvöld. Hið rétta var að hann fór heim og um kvöldið fóru hann og 11 ára dóttir hans út og fengu sér ís. Keypti sér ís en ekki kampavín Erfiðu árin teygðu sig til 2014-15 segir Hermann en augnablikið þegar hann vissi að reksturinn yrði í lagi var árið 2015 þegar danskur lífeyrissjóður fjárfesti myndarlega í Boozt. „Þá vissi ég eiginlega að þetta væri ekki lengur spurning um að lifa af. Heldur hversu stórt við gætum látið fyrirtækið verða.“ Árið 2017 var Boozt síðan skráð í kauphöll og hefur vöxturinn og velgengnin verið einkennandi síðan svo um munar. En hvers vegna kom Boozt ekki til Íslands fyrr en 2021? „Við ræddum þetta oft. Auðvitað langaði mig mikið til að koma til Íslands þó ekki væri nema til þess að vinir og vandamenn færu að vita betur hvað ég væri að vinna við. Svo ég sé hreinskilinn með egóið,“ segir Hermann og brosir. Ísland er hins vegar lítill markaður og það er í rauninni ástæðan fyrir því að skrefið var ekki tekið fyrr. Hvað breyttist? „Nú það var eiginlega aftur Jón sem reddaði því,“ segir Hermann og hlær. Þannig hafi það í raun verið Jón Björnsson sem fór að tala fyrir því að Boozt ætti fullt erindi til Íslands. Þótt markaðurinn væri lítill, var hans mat það að fólk vildi komast í góð verð og gott vöruúrval, einmitt þá tvo lykilþætti sem Boozt leggur svo mikla áherslu á. Viðtökurnar hafa sem fyrr segir verið vonum framar og þótt engar sölutölur séu gefnar upp, er ljóst að Íslendingar eru virkilega duglegir að versla hjá Boozt. En hvernig er að vera forstjóri fyrir svona stóru fyrirtæki. Veltan 85 milljarðar króna á ári, upphæð sem við Íslendingar varla skiljum? „Það er svo skrýtið með það að manni finnst aldrei eins og eitthvað sé komið í höfn eða að maður eigi að verða eitthvað sigri hrósandi og fara að slaka á. Ég man til dæmis eftir því þegar að ég hringdi bjöllunni í kauphöllinni. Sem var stór dagur og risastór áfangi. Við hjónin áttum að mæta í boð um kvöldið en þegar heim var komið, fann ég að ég var fyrst og fremst bara þreyttur. Samt var þetta dagur þar sem ég hélt að ég myndi skála í kampavíni allan daginn og fagna áfanganum.“ En hvað gerðir þú? „Heyrðu, ég fór bara með dóttur minni um kvöldið og við fengum okkur ís. Hún var 11 ára þegar að þetta var. Og man alltaf að ég sat bara með henni við höfnina og horfði yfir. Notaleg stund þar sem við feðginin sátum og borðuðum ís.“ Hermann segist aldrei hafa haft neitt vit á tísku en að hjá fyrirtækinu starfi mikið af frábæru fólki sem kunni sitt fag og margir hafa starfað þar lengi. Þá segir hann Jón Björnsson, núverandi forstjóra Origo, hafa bjargað fyrirtækinu og kennt þeim allt sem þeir þurftu að vita um tísku fyrst eftir opnun. Oft var fyrirtækið á bjargbrúninni og um tíma var Hermann búinn með alla peningana sína og búinn að veðsetja heimilið upp fyrir rjáfur. Hvíld á hlaupum Eiginkona Hermanns er dönsk norsk og dóttir þeirra, Freya, er 16 ára. Eldri börn Hermanns úr fyrri hjónabandi eru Magnús sem verður 29 ára á þessu ári og Malín sem er 25 ára. Hermann segist vera orðinn ágætur í því að kúpla sig frá vinnu. Það sem virkar hins vegar best fyrir hann er að hreyfa sig sem mest. „Ég er svo sem hættur í fótboltanum en það gerir mér rosalega gott að hreyfa mig sem mest. Ég vakna mjög snemma, um fimmleytið og fer út að hlaupa um hálftíma síðar. Mér finnst það rosalega gott. Ég hleyp einhverja 5-6 kílómetra og á þeim hlaupum finnst mér ég algjörlega ná að kúpla mig frá öllu,“ segir Hermann. Þá segist hann líka hafa gaman af því að fara í góða göngutúra, fara í skíðaferðir og fleira. Hermann les líka mikið og segist alltaf vera með einhverjar bækur á náttborðinu. „Og þessi íslenska þrautseigja með að gefast aldrei upp á reyndar líka við um bókalesturinn. Því þótt mér finnist bókin leiðinleg, klára ég hana samt,“ segir Hermann og brosir. Hann viðurkennir að auðvitað skipi vinnan mikinn sess í daglegu lífi. Til dæmis getur hann séð allar sölutölur í símanum uppfærast á tíu mínútna fresti og finnur að honum finnst gaman að fylgjast með þeim. Sérðu fyrir þér að halda bara áfram hjá Boozt næstu fimm eða tíu árin? „Já ég geri það,“ svarar Hermann að bragði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt og get ekki séð fyrir mér að hætta að vinna. Enda hvers vegna ætti maður að gera það þegar maður er hraustur og finnst vinnan skemmtileg. Ég hef þegar lofað stjórninni næstu fimm árum, þannig að ég get alveg svarað til með þau. Mér finnst hins vegar aldrei raunhæft að tala tíu ár fram í tímann. Þriggja til fimm ára plön eru fín, tíu ár eru of langt fram í tímann til að lofa of miklu.“ Í lok samtalsins er aðeins um það rætt, hversu árin eru orðin mörg eftir allt saman í útlöndum. Þetta eina ár sem átti að vera í heimavist í Danmörku eru orðin að áratugum. Enda er ég mjög meðvitaður um það að ef ég hefði ekki verið sendur í heimavistina, þótt ég hafi fundið fyrir svona mikilli heimþrá, þá hefði vegferðin mín orðið allt öðruvísi. Ég væri örugglega ekki hér. Starfandi í Malmö og búin að eiga heima svona lengi í Danmörku. Og að byggja upp Boozt sem þetta stóra og góða fyrirtæki.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Tíska og hönnun Stjórnun Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00