Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Jón Árni Vignisson skrifar 9. júní 2023 09:01 Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dýr Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun