Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Örn Karlsson skrifar 9. júní 2023 12:30 Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun