Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Örn Karlsson skrifar 9. júní 2023 12:30 Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun