Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 21:31 Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekkert um það hvenær hún verður dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira