Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 12:27 Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir líklegt að til verkfalla komi. Vísir/Samsett mynd Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48