Kaczynski sagður hafa svipt sig lífi í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 08:56 Ted Kaczynski (í handjárnum) árið 1996. Hann var stærðfræðingur að mennt og kenndi við háskóla áður en hann snerist til öfgahyggju og hóf áralanga hryðjuverkaherferð. Hann var greindu með ofsóknargeðklofa en bannaði lögmönnum sínum að bera það fram sem vörn í málinu. AP/Elaine Thompson Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, kallaður „Unabomber“ er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi um helgina. Kaczynski var með krabbamein á lokastigum og var 81 árs gamall. Hann hafði áður reynt að fyrirfara sér í fangelsi. Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira