Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 13:13 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Hann talaði manna mest. Vísir/Vilhelm Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30