Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 19:08 Jakob Örn Sigurðarson er nýráðinn þjálfari KR í körfubolta. KR Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“ KR Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“
KR Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira