Segist ekki vera á leiðinni til NATO og vill Stoltenberg áfram Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 11:48 Mette Frederiksen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur frá árinu 2019. Síðustu mánuði hefur hún verið orðuð við embætti framkvæmdastjóra NATO. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki vera við það að taka við embætti framkvæmdastjóra NATO. Hún segir það vera „góða lausn“ að Jens Stoltenberg verði beðinn um framlengja stjórnartíð sína um eitt ár. Skipunartími Stoltenbergs rennur síðar á þessu ári og hefur verið rætt um að næsti framkvæmdastjóri verði kynntur í kjölfar leiðtogafundar NATO í litháísku höfuðborginni Vilníus í næsta mánuði. Mette Frederiksen hefur þar oft verið nefnd til sögunnar. Frederiksen segist í samtali við danska ríkisútvarpið styðja þá hugmynd að fundin verði leið til að framlengja skipunartíma hins norska Stoltenbergs. „Algerlega. Ég meina, Stoltenberg hefur verið einfaldlega verið frábær, í forystu NATO í mörg ár og einnig á dramatískum tímum,“ segir Frederiksen. Forsætisráðherrann danski segir að vestrænt samstarf sé sterkara en það hafi verið um árabil og einnig að NATO sé þýðingarmeira en það hafi verið um árabil. Það sé að stórum hluta Stoltenberg að þakka. „Svo ef við gætum fengið hann til að halda áfram, þá held ég að það sé mjög góð lausn.“ Aðspurð um hvort hún hafi sjálf áhuga á stöðu framkvæmdastjóra NATO segir Frederiksen: „Ég er mjög ánægð í mínu starfi og ég hef hugsað mér að halda því áfram. Svo nei, ég er ekki á leiðinni til NATO.“ Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014 og stóð til að hann myndi láta af embætti á síðasta ári. Hann hafði þá verið skipaður seðlabankastjóri Noregs, en eftir innrás Rússa í Úkraínu var hann fenginn til að framlengja stjórnartíð sína sem framkvæmdastjóri NATO til októbermánaðar 2023. Danmörk NATO Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Skipunartími Stoltenbergs rennur síðar á þessu ári og hefur verið rætt um að næsti framkvæmdastjóri verði kynntur í kjölfar leiðtogafundar NATO í litháísku höfuðborginni Vilníus í næsta mánuði. Mette Frederiksen hefur þar oft verið nefnd til sögunnar. Frederiksen segist í samtali við danska ríkisútvarpið styðja þá hugmynd að fundin verði leið til að framlengja skipunartíma hins norska Stoltenbergs. „Algerlega. Ég meina, Stoltenberg hefur verið einfaldlega verið frábær, í forystu NATO í mörg ár og einnig á dramatískum tímum,“ segir Frederiksen. Forsætisráðherrann danski segir að vestrænt samstarf sé sterkara en það hafi verið um árabil og einnig að NATO sé þýðingarmeira en það hafi verið um árabil. Það sé að stórum hluta Stoltenberg að þakka. „Svo ef við gætum fengið hann til að halda áfram, þá held ég að það sé mjög góð lausn.“ Aðspurð um hvort hún hafi sjálf áhuga á stöðu framkvæmdastjóra NATO segir Frederiksen: „Ég er mjög ánægð í mínu starfi og ég hef hugsað mér að halda því áfram. Svo nei, ég er ekki á leiðinni til NATO.“ Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014 og stóð til að hann myndi láta af embætti á síðasta ári. Hann hafði þá verið skipaður seðlabankastjóri Noregs, en eftir innrás Rússa í Úkraínu var hann fenginn til að framlengja stjórnartíð sína sem framkvæmdastjóri NATO til októbermánaðar 2023.
Danmörk NATO Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira