Stal líkum barna sem fæddust andvana Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 14:46 Denise Lodge, sem er til vinstri, er ein þeirra sem hafa verið ákærð vegna stulds og sölu líkamsparta og líka í Massachusets, Pennsylvaníu Minnesota og Arkansas í Bandaríkjunum. AP/Steven Porter Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins. Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira