Verndum vatnið okkar Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa 16. júní 2023 10:31 Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun