Hvað þurfa vinnustaðir að gera þegar fjölbreytileikinn eykst? Irina S. Ogurtsova og Ásta Bjarnadóttir skrifa 22. júní 2023 11:00 Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innflytjendamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun