Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 20:00 Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS (t.v.) og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira