Hæglæti, forvörn gegn kulnun, ofstreitu og hraða Þóra Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:01 Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun