ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 16:52 ÁTVR vill ekki selja Shaker. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira