Hvað kostar bygging 39.080 íbúða á næstu 10 árum hið opinbera? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. júní 2023 07:31 Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun