Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:35 Stjörnugrís hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið, aðallega vegna umfjöllunar um sláturaðferðir fyrirtækisins. Samsett Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn. Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn.
Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18