Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 19:46 Hjálparliðar annast syrgjendur í Kramatorsk eftir eldflaugaárás Rússa í gær. AP/Lögreglan í Úkraínu Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37