Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 08:05 Ekki er loku fyrir það skotið að Sven fái að koma inn í Efstaleitið á ný, hann þarf bara að passa sig betur. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar. Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar.
Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent