Er ADHD greining mikilvæg á fullorðinsárum? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:31 Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun