Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 12:32 Frá Kirkjuvogi á Orkneyjum. Skosku eyjurnar eru um sjötíu talsins og þar búa um 22.000 manns. Vísir/Getty Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Noregur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Noregur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira