Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 12:32 Frá Kirkjuvogi á Orkneyjum. Skosku eyjurnar eru um sjötíu talsins og þar búa um 22.000 manns. Vísir/Getty Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Noregur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Noregur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira